Allskonar dansar hjá Loga

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Þessa vikuna er Dansíþróttafélag Borgarfjarðar með námskeiðið Allskonar dansar og er Logi Vígþórsson kennari. 

Námskeiðið er fyrir grunnskólanema og eru þrír hópar. 1.-2. bekkur, 3.-4. bekkur og 6.-8 bekkur og er kennt í um klukkustund hver hópur alla daga vikunnar. 

Á föstudag gefst svo foreldrum að koma og fylgjast með afrakstrinum.

 

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af hópnum. 3.-4. bekkur æfa sig í Partýpolka.

 

Jafnframt bendum við á Facebooksíðu okkar: www.facebook.com/dib.borgarnesi – þar sem hægt er að sjá myndskeið af Partýpolkanum.

Deildu þessari frétt