Búningamátun í UMSB húsinu

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Þriðjudaginn 5.júlí á milli kl.18 og 20 verður Jóhann frá Jako með mátun á UMSB göllum á skrifstofu UMSB við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi.

Hægt verður að koma og máta og panta galla, jakka eða peysur sem verða svo merktir og tilbúnir til afhendingar fyrir unglingalandsmótið.

Við minnum á að UMSB gallarnir nýtast sem félagsgallar ykkar félags, hvort sem það er Skallagrímur, Reykdælir eða annað því merki UMSB er sett á öxlina en merki ykkar félags á brjóstið svo þetta hentar bæði sem félagsgalli og er svo klár á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Deildu þessari frétt