Formannafundur UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Formannafundir UMSB eru haldnir tvisvar á ári á vorin og á haustin.

Formannafundur var haldinn 19. júní í Hjálmakletti. Þar voru komnir saman flest allir formenn félaga og deilda innan UMSB. Mjög öflugir sjálfboðaliðar eru  í félögum og deildum innan UMSB sem stýra félögum og deildum. Á fundinum var kynning á samstarfi UMSB og Borgarbyggðar en samningur er á milli UMSB og Borgarbyggðar um allt íþróttasatarfi í sveitafélaginu. Mesti tími fór í hópavinnu. Lagðar voru fyrir spurningar eins og hvernig geta félög og deildir unnið betur saman?  Hvernig er best að vinna með sameiginlega þjálfara milli félaga/deilda? Er grundvöllur fyrir því að sameina félög deildir? Hver eru helstu tækifæri innan félaga/deilda UMSB? Unnið verður úr niðurstöðum hópanna og þær kynntar á formannafundi í haust. Mikilvægt er að heyra reglulega í þeim sem vinna í félögum og deildum og heyra þeirra raddir og koma á móts við þau.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Deildu þessari frétt