Frábær viðbót í aðstöðu til íþrótta.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Áhaldahús Borgarbyggðar er nú um mundir að setja upp fjóra „pannavelli“ sem sveitarfélagið keypti í vetur í gegnum UMFÍ. UMSB og Borgrabyggð hafa verið að vinn að því saman að koma þessu á. Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem leikið er einn á móti einum. Vellirnir verða settir upp á fjórum stöðum í sveitarfélaginu á Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Borgarnesi og á Hvanneyri.

Pannavellirnir munu nýtast vel og verður gaman að sjá þessa nýju velli í notkun í sumar af ungum sem eldri iðkendum.
Vellirnir geta einnig nýst á viðburðum hverskonar en auðvelt er að flytja þá á milli stað og setja þá upp alla á sama stað.

Deildu þessari frétt