Góður hópur frá UMSB á unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn á Hornarfirði 2019

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Frábært Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði. Þar koma saman börn, unglingar og fjölskyldur til að skemmta sér og taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum, hefðbundum sem og óhefðbundnum.  

Öflugur hópur um fimmtíu barna og unglinga fór frá UMSB á mótið og voru skráð í flestar þeirra íþróttagreina sem boðið var upp á, þ.m.t. frjálsum íþróttum, fótbolta, kökuskreytingum, strandblaki, strandhandbolta, körfubolta og sundi. Árangur keppenda var stórgóður þar sem UMSB átti fjölmarga sigurvegara á mótinu sem og marga sem komust á pall. Einnig var gaman að sjá keppendur spreyta sig í greinum sem þeir hafa ekki áður stundað til gleði og gamans. Aðdáunarvert var að fylgjast með dyggum hópi foreldra sem stóðu þétt við bakið á börnum sínum frá morgni til kvölds. Stuðningur foreldra skiptir sköpum varðandi íþróttaáhuga og -ástund barna. Á laugardagskvöldið efndi UMSB til sameiginlegrar grillveislu þar sem hópurinn átti skemmtilega kvöldstund saman.  

UMSB fagnar því ákaft að ákveðið hefur verið að Unglingalandsmót UMFÍ árið 2022 verði haldið á sambandssvæði UMSB í Borgarnesi. Næg verkefni eru því fram undan hjá UMSB þar sem Landsmót UMFÍ 50+ verður einnig haldið af UMSB árið 2020. Gaman verður að taka vel á móti keppendum og fylgdarmönnum þeirra á næstu árum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deildu þessari frétt