Frábær mæting var í gær á íbúafund um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í íþróttum og tómstundum
Borgarbyggð stóð fyrir opnum samráðsfundi með aðildafélögum UMSB og öðrum áhugasömum íbúum um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð.
Stýrihópur er í gangi sem er að endurskoða stefnu í þessum málaflokki. Mikilvægt er því að fá að heyra hvað íbúar hafa að segja um þessi mál. Mikið af hugmyndum komu upp og leiðir til að gera starfið enn betra.
Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í íþróttum og tómstundum við Háskóla Íslands byrjaði fundinn með því að vera með innlegg um mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum.
Eftir erindið var farið í hópavinnu þar sem nokkrum spurningum var svarað.
Spurningarnar voru:
Hvað er gott við skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
Hvað má bæta í skipulagi íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð?
Hvað getur þitt félag lagt að mörkum til að auka fjölbreytni í íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar.
Hvernig nýtum við sem best öll íþróttamannvirki í Borgarbyggð
Niðurstöður umræðna verða teknar saman og lagðar fyrir stýrihóp um endurskoðun á stefnu sveitarfélagsins í íþrótta- og tómstundamálum. Þær munu mynda þann grunn sem framtíðarstefna Borgarbyggðar í málaflokknum byggist á.
Deildu þessari frétt