Um daginn var haldið námskeiðið Sýndu hvað í þér býr í Brautartungu. Sabína Steinunn Halldórsdóttir frá UMFÍ hélt námskeiðið. Farið var yfir yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutningi, raddbeitingu, skipulag ræðu o.fl. Einnig er farið í ýmislegt sem viðkemur fundarsköpum m.a. fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræðu, meðferð tillagna. Alltaf er gott að rifja þessi atriðu upp voru þeir sem mættu mjög ánægðir með að fá þetta námskeið.
Deildu þessari frétt