Sumarfjör 2018

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Skráning er hafin í Sumarfjör, sumarnámskeið fyrir 1.- 4.bekk. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, en aðaláhersla lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá finnið þið í viðhengi.

Hægt er að skrá barn hálfan dag frá kl. 09:00-12:00 eða frá kl. 13:00-16:00 á kr. 4.000 krónur fyrir vikuna. Einnig er hægt að skrá barn heilan dag, frá kl. 09:00-16:00 á kr. 8.000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna sem skráð eru í Sumarfjörið. Börnin mæta með nesti en á föstudögum munum við bjóða börnunum grillaðar pylsur. Þau börn sem eru allan daginn þurfa nesti fyrir þrjár máltíðir en þau sem eru hálfan daginn eina máltíð.

Við stefnum að því að fara einu sinni í viku í dagsferðir um Borgarbyggð og í nokkrar lengri ferðir. Rúturnar verða með tilskilin leyfi til skólaaksturs.

Þær vikur sem Sumarfjörið verður í boði eru:

Heimastöð: Grunnskólinn í Borgarnesi, 4. júní-20. júlí, 7.-17. ágúst.

Heimastöð: GBF-Hvanneyrardeild, 5.-29. júní, 7.-17. ágúst.

Frekari upplýsingar er hér

Boðið verður uppá ferðir frá Baulu (verslun) og Kleppjárnsreykjaskóla hvern morgun á leikjanámskeið á Hvanneyri og til baka seinnipartinn. Þeir sem skrá barn í bílinn fá símtal þar sem verður farið betur yfir tímasetningar.

Í júlí þegar leikjarnámskeiðið er lokað á Hvanneyri þá mun bíllinn fara frá GBF-Hvanneyrardeild með alla í Borgarnes.

Í ágúst eru börn fædd 2012 velkomin í Sumarfjörið.

Skráning fer fram í íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar.

Umsóknarfrestur er til 10.maí

Ef þið viljið breyta eða bæta við skráningum barna ykkar í sumar þá er það sjálfagt. Mikilvægt að láta vita af breytingum á netfangið siggadora@umsb.is

Starfsmenn Sumarfjörs og Vinnuskólans eru: Arnar Gylfi, Declan, Ísak Jakob, Lilja Hrönn Línhildur Sif og Viktor Ingi.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
 

Deildu þessari frétt