Heilbrigðisþing 2022

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Heilbrigðisþing 2022 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. nóvember. Þingið var að þessu sinni helgað lýðheilsu.

Á þinginu var lögð áhersla á einstaklinginn og allt það sem við getum sjálf gert til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Jafnframt var fjallað um hvernig stjórnvöld og stofnanir samfélagsins geta með ákvörðunum sínum og aðgerðum skapað almenningi sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum æviskeiðum.

Á myndinni að ofan má sjá fulltrúa íþróttahreyfingarinnar.

Hægt er að sjá dagskrána og horfa á myndband frá heilbrigisþinginu á þessari slóð:

Stjórnarráðið | Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings 2022 (stjornarradid.is)

Deildu þessari frétt