Íþróttamaður Borgarfjarðar 2016

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Stjórn UMSB óskar eftir ábendingum frá almenningi um íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþrótt á árinu 2016. Samkvæmt reglum um kjör íþróttamanns Borgarfjarðar þá er stjórn UMSB heimilt að tilnefna allt að þrjá einstaklinga eða pör að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum frá almenningi. Þessar tilnefningar eru til viðbótar við þær sem koma frá aðildarfélögum og deildum UMSB. Ábendingarnar skulu berast í tölvupósti á netfangið umsb@umsb.is fyrir  2. janúar 2017. Kjörið fer fram strax í framhaldinu og er verðlaunaafhending áætluð 14. janúar 2017.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-7092. 

Deildu þessari frétt