Íþróttamenn í fararbroddi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú er komið að því að kynnast Brynjari Snæ Pálssyni betur. Brynjar Snær er knattspyrnumaður sem spilar nú me ÍA á Akranesi. Hann var í fjórða sæti í kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar 2018. Brynjar tók þátt í öllum landsliðsverkefnum síns árgangs árið 2018.  Hann var með í móti sem U-17 landsliðið tók þátt í í Hvíta-Rússlandi, auk þess sem hann var í U-17 liðinu sem lék í milliriðli Evrópukeppninnar í Hollandi. Þá var hann valinn í U-18 landsliðið sem lék tvo leiki við Lettland sumarið 2018.  Á árinu 2018 spilaði hann því 4 leiki með U17 og 2 leiki með U-18. Því er óhætt að um mjög öflugan knattspyrnumann er að ræða. Gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.

 

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttinni?

Ég hef alltaf haldið með Arsenal í enska boltanum og Aaron Ramsey var þar fremst í flokki 2.

 

Hver hefur haft mest áhrif á þig sem íþróttamann?

Ég er svo heppinn að hafa haft fullt af góðum þjálfurum í yngri flokkunum en sá sem hafði mest áhrif á mig var Lárus Grétarson sem þjálfaði Fram/Skallagrím.

 

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir fimm ár?

Ég sé sjálfan mig í atvinnumennsku í Evrópu

 

Hver er þín fyrsta minnig um íþróttaiðkun?

Þegar ég skoraði frá miðju á minni fyrstu æfingu á 5 ára afmælisdaginn minn.

 

Spilarðu í eða með eitthvað sem færir þér gæfu? ertu hjátrúafullur?

Ég hlusta alltaf á sama lagið áður en ég fer inn í klefa, já.

 

Hvað færðu þér á pylsuna þína?

Fæ mér eina með öllu og hristi aðeins upp í þessu með að fá mér kartöflusalat lika.

 

Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum?

Að maður verður að hafa trú á sjálfum sér og að besti félagsskapur sem þú getur fundið er ‘’klefachill” fyrir og eftir æfingar.

 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ekta buffalo wings.

 

Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir?

Félagskapurinn og að ná árangri.

 

Af hverju valdir þú knattspyrnu?

Það var erfitt að velja á milli fótboltans og körfuboltans en þegar ég byrjaði að æfa með Fram fór ég að hugsa meira um fótboltann og valdi hann að lokum.

 

Deildu þessari frétt