Íþróttamenn í fararbroddi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú er komið að því að kynna Helga Guðjónsson. Helgi varð í fimmta sæti í kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar.

Helgi leikur knattspyrnu með meistaraflokki Fram. Hann spilaði alla leiki félagsins á síðastliðnu ári og skoraði 7 mörk fyrir félagið í deild og bikar. Einnig skoraði hann 7 mörk í æfingaleikjum liðsins. Helgi hefur spilað 76 leiki fyrir meistaraflokk Fram í opinberum leikjum. Helgi Guðjónsson er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður, ekki bara í fótbolta heldur sem íþróttamaður. Hann myndi ná árangri í hvaða íþróttagrein sem er eins og hann hefur sýnt svo marg oft. Sem knattspyrnumaður ber helst að nefna að hann er markaskorari af guðs náð. Hann býr yfir miklum hraða og hraðabreytingum sem varnarmenn eiga oftast nær í erfiðleikum með. Gaman verður að fylgjast með þessu mikla íþróttamanni næstu árin.

 

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttinni?

Messi, Griezmann, Mbappe og Aguero.

 

Hver hefur haft mest áhrif á þíg sem íþróttamann?

Foreldrar mínir.

 

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir fimm ár?

Sem atvinnumann erlendis.

 

Hver er þín fyrsta minnig um íþróttaiðkun?

í íþróttahúsinu á kleppjárnsreykjum þar sem ég hef varið ófáum klukkutímunum, Hvort sem það er fótbolti eða körfubolti.

 

Þitt mesta afrek í íþróttum?

Það er að hafa fengið að spila og náð að skora mörk fyrir yngri landslið Íslands.

 

Spilarðu í eða með eitthvað sem færir þér gæfu/ ertu hjátrúafullur?

Nei ég er ekkert mjög hjátrúafullur, en síðustu tvö ár hefur komist í vana hjá mér að vera með 2 tyggjó þegar ég spila.

 

Hvað færðu þér á pylsuna þína?

Allt nema hráann.

 

Hvað hefur þú lært af því að vera í íþróttum? 

Hugsa mjög vel um matarræðið, því það skiptir svo rosalega miklu máli.

 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautakjöt og humar.

 

Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir?

Það er að sjá árangur og bætingar, og að ná markmiðum sínum. Síðan er allur félagsskapurinn og ferðalögin.

 

Af hverju valdirðu fótbolta?

Ég valdi fótbolta af því ég hafði aðeins meiri ástríðu fyrir honum heldur en körfubolta, einnig fannst mér ég líka aðeins betri í fótbolta þess vegna varð hann fyrir valinu.

 

 

 

 

 

 

Deildu þessari frétt