Kynningardagur í íþróttahúsinu í Borgarnesi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Kynningardagur var haldinn í gær í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar gafst fólki kostur á að kynna sér það starf sem í boði er inna félaga og deilda UMSB. Gaman var að sjá hversu margir sóttu viðburðinn. Þarna gátu þeir sem ekki hafa ákveðið hvað þeir vilja stunda í vetur kynnt sér þær íþróttagreinar sem í boði verða og fengið hugmyndi um nýjar greinar sem þeir hafa áhuga á að stunda. Ljóst er að þörf er á því að halda dag sem þennan árlega til að kynna starfið. Margir komu sem ekki eru að stunda íþróttir í dag en fundu sína grein sem þeir ætla að stund í vetur.

Skráningar í íþrótti fer fram hér https://umsb.felog.is/ ekki hafa öll félög opnað fyrir skráningu en það gerist á næstu dögum. Allir eru velkomnir að mæta á æfingar þó að ekki sé búið að skrá. Látið verður vita þegar búið er að opna fyrir skráningar.

Tímatafla fyrir íþróttahúsið í Borgarnesi

 

Tímar knattspyrnu út september

 

Tómstundir fyrir 1. – 4 bekk í Borgarnesi

 

Tómstundir fyrir 1. – 4. bekk á Hvanneyri

 

Tómstundir fyrir 1. – 4. bekk  á Kleppjárnsreykjum

 

Tómstundir fyrir 1. -4. bekk á Varmalandi

 

Æfingar hjá Reykdælum á Kleppjárnsreykjum

 

Fólki er bent á að hafa samband til UMSB siggi@umsb.is ef einhverjar spurningar vakna. Hér er einnig hægt að sjá tímatöflu í íþróttahúsinu í Borgarnesi

 

Deildu þessari frétt