Landsmót UMFÍ 50+ verður í Borgarnesi 19. – 21. júní

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Skrifað var undir samninga vegna Landsmóts 50+ föstudaginn 31. janúar sem haldið verður af UMSB, UMFÍ og Borgarbyggð 19.-21. júní 2020.

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Borgarnesi dagana 19.-21. júní næstkomandi. Mótið var fyrst haldið árið 2011 og laðar það að sér æ fleiri þátttakendur sem komnir eru um miðjan aldur og vilja taka þátt í skemmtilegum íþróttagreinum, hvort heldur í einmenningsíþróttum eða með fleirum í liði. Eins og áður verður boðið upp á greinar sem margir þekkja og hafa vakið heilmikla athygli, þar á meðal hinn klassíski pönnukökubakstur, stígvélakast, boccía og ringó. Til viðbótar verður bætt við knattspyrnu, hlaupagreinum, blaki og ýmsum fleiri spennandi greinum eins og pílukasti. Til viðbótar verður heilmikil afþreying í boði fyrir alla þátttakendur.

Landsmótsnefnd hóf störf í haust sem kemur að skipulagi mótsins en í henni eru:

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

Kristján Gíslason

Guðmunda Ólöf Jónasdóttir

Bragi Þór Svavarsson

Helga Jóhannesdóttir

Lilja Björg Ágústsdóttir sveitastjóri Borgarbyggðar

Starfsmenn nefndar eru:

Ómar Bragi Stefánsson UMFÍ

Sigurður Guðmundsson UMSB

Deildu þessari frétt