Lengri opnunartími og betri aðstaða

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Frá og með mánudeginum 29.september höfum við breytt opnunartíma skrifstofunnar okkar þannig að opið er frá mánudegi til fimmtudags á milli kl.9-12 og 13-16.  Eftir kl.16 koma starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Óðals og þá breytum við skrifstofunni í félagsmiðstöð og eru allir velkomnir að koma og nýta sér aðstöðuna, en við erum með aðgang að eldhúsi þar sem hægt er að hita og borða nesti. Við erum með sjónvarp, fótboltaspil og jafnvel verða á svæðinu leikjatölvur, tónlist og fleira skemmtilegt. Opnunartímar á félagsmiðstöðinni verða á mánudögum kl.16-21 og á þriðjud. miðvikud. og fimmtud. á milli kl. 16-18.  

Deildu þessari frétt