Lýðheilsugöngur í september allir með!

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

UMSB og Borgarbyggð í samstarfi við Ferðafélag Íslands bjóða uppá göngur alla miðvikudaga í september.
Göngurnar eru í 60-90 mínútur og  fyrir alla aldurshópa. Kostar ekkert að ganga með, bara mæta klædd eftir veðri.

 

4.september kl.18

Gengið um Skóræktina í Reykholti og um Reykholtsstað. Gangan byrjar við Höskuldsgerði í Reykholti.

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir leiðir gönguna.

 

11.september kl.18

Gengið upp á Hestfjall. Gengið frá Skorradalsvegi af melnum ofan við Syðstu- Fossa.

Kristján Guðmundsson leiðir gönguna.

 

18. september kl.18

Gengið upp með hluta Grímsár í Lundareykjardal. Lagt af stað við Oddsstaðarrétt í Lundareykjardal. Gengið verður meðfram ánni upp frá Jötnabrúarfossi.

Sigurður Hannes Sigurðsson leiðir gönguna

 

25. september kl.17

Gengið á Hafnarfjallið, upp að “steini”. Gengið verður í rólegheitum eftir gönguleið upp í hlíðar fjallsins. Lagt verður af stað frá “bílastæði” við hliðið á veginum rétt fyrir ofan Hótel Hafnarfjall.

Ungmenni frá Borgarbyggð leiða gönguna.

 

Deildu þessari frétt