Skákklúbbur hefur göngu sína

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Skákæfingar undir stjórn Caryle Chaverot munu hefjast miðvikudaginn 5. október.

Æfingarnar eru fyrir 11 ára og eldri (6. bekk og upp úr) og munu fara fram í Grunnskóla Borgarness á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl.14:25 – 15:25.

Verð: 12.000.- krónur fram að áramótum, hægt verður að nýta frístundastyrkinn.

Verið er að vinna í að útbúa námskeið á Sportabler fyrir skráningar en öllum er frjálst að koma og prófa eina æfingu frítt.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við UMSB á umsb@umsb.is eða bjarney@umsb.is

Deildu þessari frétt