Sumarnámskeið verða í sumar fyrir nemendur 4. – 7. bekk.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Í sumar verður boðið uppá námskeið fyrir 4. -7. bekk. Skráningar í flest námskeið fara fram í  gegnum Nóra https://umsb.felog.is/ nema getið sé um annað. Mikilvægt er að skrá þau börn sem vilja taka þátt því ef þátttaka er ekki næg geta námskeið fallið niður.  

 

Hæfileikasmiðja  

11. – 14. júní klukkan 15:15 – 17:15  
Skapandi  sumarnámskeið þar sem unnið er með hópeflis og samvinnuleiki, list í ýmsu formi og prufaðar nýjar leiðir í leik og list. Áhersla verður á að koma auga á eigin hæfileika, efla jákvæð samskipti, hugsa út fyrir kassann og hafa gaman. Kennari á námskeiðinu verður Hólmfríður Valdís Sævarsdóttir. Námskeiðið kostar 3000kr.  

Mætin í Óðali  

Skráning inn á Nóra https://umsb.felog.is/ 

Kofasmíði  

11. -14. júní klukkan 9:00 – 13:00 
Skemmtilegt námskeið þar sem farið verður yfir helstu atriði í kofasmíði. Kofi verður smíðaður á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 6000 kr. 

Kennari veður Guðrún Guðbrandsdóttir 

Mætin fyrir utan íþróttahúsið í Borgarnesi 

Skráning inn á Nóra https://umsb.felog.is/ 

Spænskunámskeið  

11.júní -5. júlí  13:00 – 15:00 

Farið verður yfir grunn í spænsku. Kennsla fer fram á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum. Verð er 20.000kr veittur er afsláttur fyrir systkini. Skráning og ferkari upplýsingar moses2009@hotmail.es 

 

Sirkusnámskeið (Húlladúlla) fyrir 7 ára og eldri  

24. júní – 28. júní  klukkan 18:00 

Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skráning fer fram á facebook síðu Húlladúllunnar https://www.facebook.com/hulladullan/  

 

Listasmiðja/ teiknikennsla Michell Bird  

26.júní -27 júní klukkan 13:00 – 15:00 

Kennsla fer fram í Tónlistaskóla Borgarfjarðar skráning fer fram í gegnum Nóra https://umsb.felog.is/  

Kennari verður Michelle Bird  og kostar námskeið 1500 kr  

 

Kynning á amerískum fótbolta 

Þriðjudaginn 11 júní og fimmtudaginn 13. júní kl 17:00 – 18:00 

Kennari verður Styrmir Már Ólafsson  

Kynnig verður á amerískum fótbolta gervigrasinu fyrir utan Grunnskólann í Borgarnesi. Æfingar verða fyrir 4. – 7. bekkur.  

Frítt er í kynningartíma Skráning í gegnum Nóra https://umsb.felog.is/ 

 

Danskennsla

18. – 21. júní kl: 15:15 -17:15

Kennari verður Marta Carrasco námskeiðið kostar 3000 kr.

Farið verður yfir fjölbreytta dansa. Unnið er með takt við mismunandi tónlist. Einnig verður farið í leiki.

Skráning inn á Nóra https://umsb.felog.is/ 

 

Deildu þessari frétt