Sumarstörf hjá Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2019
Leiðbeinendur Sumarfjörs
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn
-
Leiðbeina börnum í leik
Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu:
-
Á Hvanneyri
-
Í Borgarnesi
Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
Hafa náð 20 ára aldri
-
Áhugi á að vinna með unglingum og börnum
-
Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
-
Færni í mannlegum samskiptum
-
Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
-
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
Ráðningartímabilið er frá 3. júní til 21. ágúst eða eftir nánara samkomulagi
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.
Umsóknarfrestur hefur verið lengdur og er hann nú til 29. apríl 2019
Deildu þessari frétt