Þú getur styrkt þitt félag/deild á Unglingalandsmóti UMFÍ!

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Vissirðu að þegar þú ert sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ þá geturðu styrkt íþróttafélagið þitt eða deild félagsins með framlagi þínu? Nú færðu tækifæri til þess alveg inn í uppsveitir um verslunarmannahelgina.

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í undirbúningi og framkvæmd móta UMFÍ frá greitt fyrir hverja vinnustund og rennur sú upphæð til félags eða deildar viðkomandi sjálfboðaliða.

Unglingalandsmót UMFÍ er einstakur viðburður, sem verður haldinn í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2024. Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) er mótshaldari ásamt Borgarbyggð.

 

Mörg hundruð sjálfboðaliðar

Mótið hefur verið haldið víða um land um verslunarmannahelgina í 32 ár og er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið í Borgarnesi. Ekkert mót verður til af sjálfu sér. Mörg hundruð sjálfboðaliðar koma að hverju móti og er leitað til allra sem vilja taka þátt í undirbúningi Unglingalandsmóts UMFÍ.

Sem dæmi um fjöldann sem þarf þá sjá um hundrað manns um keppni í frjálsum íþróttum, sem er ein af fjölmennustu viðburðum mótsins. Boðið er líka upp á margt annað skemmtilegt, keppni í knattspyrnu, blak og körfuknattleik, handbolta, hjólagreinar, pílukast og kökuskreytingar og margar fleira.

Unglingalandsmót UMFÍ er sannkölluð íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þátttakendur á aldrinum 11-18 ára taka þar þátt í fjölda greina á mótinu á daginn en skemmta sér á tónleikum með fjölskyldu og vinum á kvöldin. Sjálfboðaliðar UMSB og margir fleiri af öllu landinu eru nú að undirbúa mótið með UMFÍ. Stefnt er að því að bjóða upp á keppni í meira en 20 íþróttagreinum.

Vertu með!

Það er frábært að vera sjálfboðaliði. Þar fær fólk einstakt tækifæri til að undirbúa viðburð, læra að stýra móti, halda utan um skipulag fyrir mörg hundruð þátttakendur og ganga frá.

Áður en við kveðjum þarf að spyrja:

Viltu taka þátt sem sjálfboðaliði á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi?

Fljótlega munum við setja eyðublað á heimasíðu UMSB þar sem sjálfboðaliðar geta skráð sig til starfa á mótinu, fyrir hvaða félag, deild og þegar nær dregur getur fólk skráð sig á sérstaka tíma.

Við hlökkum til að sjá þig!

Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ eru á heimasíðu UMFÍ:

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ á Facebook

 

Deildu þessari frétt