18 tilnefningar til Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 bárust í ár sem sýnir vel hversu mikil gróska er í íþróttastarfinu og hversu magnað íþróttafólk við eigum.
Á milli jóla og nýárs verður ljóst hver verða í efstu 10 sætunum og Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023 verður svo útnefnd við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti þann 6. janúar nk. kl.15:00.
Þetta eru þau 18 sem tilnefnd eru í ár, í stafrófsröð:
Anna Heiða Baldursdóttir – Bridge
Beníta Líf Palladóttir – Klifur
Bjarki Pétursson – Golf
Bjarni Guðmann Jónsson – Körfuknattleikur
Björgvin Hafþór Ríkharðsson – Körfuknattleikur
Brynjar Snær Pálsson – Knattspyrna
Embla Kristínardóttir – Körfuknattleikur
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir – sund
Guðmunda Ólöf Jónasdóttir (Mumma Lóa) – Sund
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir – Frjálsar
Heiður Karlsdóttir – Körfuknattleikur
Helgi Guðjónsson – Knattspyrna
Jón Árni Gylfason – Körfuknattleikur
Jósep Magnússon – hlaup
Kristín Eir Holaker – Hestamennska
Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingar
Sigursteinn Ásgeirsson – Frjálsar íþróttir
Sindri Karl Sigurjónsson – Hlaup
Deildu þessari frétt