Tímamótasambandsþing UMFÍ haldið síðastliðna helgi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

53. sambandsþing og fjölmennasta þing í sögu UMFÍ var haldið á Hótel Geysi í Haukadal síðastliðna helgi. Setningu þingsins sóttu 180 þingfulltrúar og gestir í gærkvöldi. Á þinginu eiga sæti eiga allir fulltrúar sambandsaðila UMFÍ, mismargir fulltrúar eftir stærð. Þingfulltrúar eru frá stjórnum íþróttahéraða af öllu landinu.

UMSB átti fjóra þingfulltrúa, það voru þau Guðrún Hildur Þórðardóttir sambandsstjóri UMSB, Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir, Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UMSB og Ernir Daði Arnberg Sigurðsson sem einnig situr í ungmennaráði UMFÍ.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnframt átti UMSB einn fulltrúa í framboði til varastjórnar UMFÍ, Hallberu Eiríksdóttur sem sóttist eftir endurkjöri og var hún endurkjörin með glæsibrag.

Engin lýsing til

Það sem bar hæst á þessu þingi var tímamótatillaga  sem var einróma samþykkt og sem felur í sér stofnun svæðaskrifstofa íþróttahéraða víða um land í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og stjórnvöld. Af lottógreiðslum til UMFÍ fari 15% til reksturs svæðaskrifstofanna og 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda 18 ára og yngri.

Nánast sambærileg tillaga var samþykkt á þingi ÍSÍ í vor. Aðeins þurfti samþykki þingfulltrúa UMFÍ á sambandsþingi til að breytingin geti farið í farveg en breytingarnar munu taka gildi þegar samningar nást við ríkisvaldið um að það leggi fram sambærilegan fjárhagslegan stuðning til svæðisskrifstofa íþróttahéraða, meðal annars með vísan til farsældarlaga.

May be an image of 2 people and text

Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ (mynd fengin af Facebook síðu UMFÍ)

Eins og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ sagði í ávarpi sínu:

„Þessi tillaga tekur mið af breyttum tímum og horfir til fyrirsjáanlegrar og líklegrar þróunar samfélagsins. Að mínu mati á samþykkt tillögunnar að geta leitt til þess að íþróttahreyfingin í heild nái enn frekari og betri árangri og framþróun á komandi árum,‟ sagði hann og áréttaði að markmið tillögunnar sé meðal annars að taka við verkefnum stjórnvalda, létta álagi og ábyrgð af sjálfboðaliðum, fá aukið fjármagn inn í íþróttahreyfinguna, auka samstarf og samstarfsmöguleika.“

Samkvæmt tillögunni verður komið á fót átta svæðastöðvum með sextán stöðugildum sem munu þjónusta íþróttahéruð landsins með samræmdum hætti.

Vinnuhópar UMFÍ og ÍSÍ sem unnu að tillögunni horfa til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðastöðvar um allt land bæti skilvirkni íþróttahreyfingarinnar.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra (mynd fengin af heimasíðu UMFÍ)

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, var gestur við setningu sambandsþing UMFÍ og sagði þar í ávarpi sínu að búið væri að tryggja einn starfsmann á hvert starfssvæði sem tillagan kveður á um og fjármagn til að viðkomandi geti sinnt vinnu sinni.

Það er því ljóst að miklar breytingar eru framundan sem vonandi munu hafa miklar og jákvæðar breytingar í för með sér. Fulltrúar UMSB á 53. sambandsþingi UMFÍ voru allir sammála um að þingið hefði verið bæði mjög gagnlegt og skemmtilegt, jafnframt hversu mikilvægt og mikil vítamínsprauta það er að hitta annað fólk úr hreyfingunni.

Hér má lesa nánar um það sem fram fór á þinginu ásamt því sem er framundan hjá íþrótta- og ungmennahreyfingunni: Ungmennafélag Íslands (umfi.is)

Deildu þessari frétt