UMF Stafholtstungna kynnir íþróttaskóla fyrir leikskólabörn

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Íþróttaskóli verður fyrir börn á leikskólaaldri á Varmalandi á laugardögum frá 26. nóvember –  17. desember.

Kennari er Helena Ólafsdóttir, sem er öllu íþróttaáhugafólki vel kunn. Helena er íþróttakennari og hefur lengi verið í fremstu röð í knattspyrnuheiminum, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari.

Fyrir nánari upplýsingar og skráningu skal senda póst á liljarannveig@gmail.com

Deildu þessari frétt