UMSB leitar að námsmönnum til vinnu í sumar

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

UMSB er nú að auglýsa störf fyrir námsmenn í sumar. Þetta er liður í átaki stjórnvalda að skapa námsmönnum störf í sumar. Ráðningatíminn er tveir og hálfur mánuður.

Umsóknir um sumarstörf | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Óskað er eftir einstaklingum til að halda utanum sumarnámskeið, æfingar hjá félögum og deildum innan UMSB. Lagt er upp með að bjóða uppá fjölbreytt námskeið fyrir börn í 1. – 10. bekk. Ásamt námskeiðum er um að ræða almenn störf sem UMSB sinnir.

Hér eru þau skilyrðin fyrir umsókn

  • Þú þarft að vera 18 ára á ár inu eða eldri til að geta sótt um sumarstörf.
  • Þú þarft að vera námsmaður að vori 2021 og/eða hausti 2021.
  • Þú þarft að skila staðfestingu til atvinnurekanda frá skóla að þú sért í námi.
  • Til þess að sækja um starf hjá UMFÍ skráirðu þig með rafrænum skilríkjum á island.is.
  • Þar skráir þú inn grunnupplýsingar um þig sem fylgja með öllum umsóknum þínum um starf sem auglýst eru.
  • Allir umsækjendur þurfa að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um störfin samkvæmt íþrótta- og æskulýðslögum varðandi sakavottorð.

Fara á vef Vinnumálastofnunar, skoða störfin og sækja um!

Deildu þessari frétt