UMSB auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki Borgarbyggðar, og skulu umsóknir hafa borist á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.maí 2017.
Um starfsstyrki geta sótt félög og deildir þeirra sem sinna íþrótta- eða félagsstarfi innan UMSB eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Megináherslan er á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við kennslu og þjálfun barna og unglinga. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum t.d. haldið aðalfund, lagt fram ársskýrslu, ársreikninga o.s.frv.
Nánari upplýsingar um starfsstyrki Borgarbyggðar og upplýsingar um fylgiskjöl og gögn má finna hér: http://www.umsb.is/skrar/file/samstarfssamningar-umsb-og-borgarbyggdar/vidaukiastarfsstyrkirloka.pdf
Einnig er velkomið að hafa samband við Pálma í síma 869-7092, fyrir frekari upplýsingar.
Deildu þessari frétt