Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Skráning á 18. Unglingalandsmót UMFÍ , sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina, opnaði mánudaginn 6. júlí. Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí og mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi. Búist er við fjölmennu móti á Akureyri að þessu sinni enda eru fleiri keppnisgreinar en nokkru sinni áður. Á Akureyri er gríðarlega góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar þannig að ekkert mun skorta í þeim efnum.

Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hægt er að smella hér til að skrá sig á Unglingalandsmótið

Við höfum sett upp facebooksíðu fyrir keppendur UMSB sem ætla á Unglingalandsmótið og þar geta allir látið vita af sér, séð hverjir ætla úr nágrenninu og komist í lið. Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna og láta vita ef þið ætlið á mótið og viljið komast í lið eða hafið stofnað lið sem vantar fleiri liðsmenn o.s.frv. Smelltu hér til að skoða facebooksíðuna, en hún heitir; UMSB fólk á Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2014 og Akureyri 2015.

Deildu þessari frétt