Félög og deildir þeirra sem sinna íþórótta- eða félagsstarfs innan UMSB geta nú sótt um starfsstyrki.
Umsókn skal fylgja:
a) samþykktir reikningar umsækjanda fyrir síðastliðið ár þar sem fram kemur skipting tekna og gjalda iðkenda yngri og eldri en 16 ára, þ.á.m. heildarlaunagreiðslur til þjálfara í barna og unglingastarfi.
b) yfirrlit yfir fjölda virkra iðkenda og aldursskiptingu þeirra. Virkur iðkandi er sá sem stundar félagsstarf hjá viðkomandi félagi og hefur greitt æfinga- eða þátttökugjald.
c) yfirlit yfir fjöldra skipulagðra æfinga og lengd þeirra
d) yfirlit yfir menntun og reynslu leiðbeinenda, ásamt markmiðum með starfi þeirra
e) fjárhagsáætlun fyrir líðandi ár
f) áætlanir um umfang starfsins og helstu verkefni
Frekari upplýsingar um styrkinn má finna hér http://umsb.is/page/samningar
Umsóknir skulu berast til umsb@umsb.is fyrir lok apríl.
Deildu þessari frétt