Líklega eru margir byrjaðir að æfa fyrir Landsmót UMFÍ 50 + sem verður í Borgarnesi í sumar 27. – 29. ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Tvær greinar verða opna en það er götuhlaup (Flandrasprettur) sem verður á föstudeiginum og fjallahlaup /hjólreiðar yfir línuveiginn við Skarðsheiði á sunnudeiginum.
Allar upplýsingar munu berast inn á heimasíðu mótsins sem er Landsmót 50+ | Landssamband ungmennafélaga (umfi.is)
Dagskrá með fyrirvara um breytingar.
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST
Kl.17.00 – 22.00 Upplýsingamiðstöð opin Hjálmaklettur
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST
Kl. 09:30 – 16:00 Boccia Íþróttamiðstöðin
Kl. 13:00 – 20:00 Golf Golfvöllurinn á Hamri
Kl. 17:00 – 19:00 Ringo Íþróttamiðstöðin
Kl. 17:30 – 19:00 Götuhlaup (öllum opið) Íþróttamiðstöðin
Kl. 20:00 – 21:00 Mótssetning Hjálmakletti
Kl. 21:30 – 22:30 Kaffi og spjall Hjálmaklettur
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST
Kl. 08.00 – 18:00 Upplýsingamiðstöð opin Hjálmaklettur
Kl. 09:00 – 11:00 Boccia úrslit Íþróttamiðstöðin
Kl. 10:00 – 12:00 Sund Íþróttamiðstöðin
Kl. 10:00 – 19:00 Bridge Hjálmaklettur
Kl. 11:00 – 13:00 Heilsufarsmæling Hjálmaklettur
Kl. 13.00 – 15.00 Starfsíþróttir Skallagrímsvöllur
Kl. 13:00 – 17:00 Pílukast Hjálmaklettur
Kl. 13:00 – 18:00 Leikjagarður Skallagrímsgarður
Kl. 14:00 – 15:00 Söguganga Skallagrímsgarður
Kl. 14:00 – 16:00 Pönnukökubakstur Hjálmaklettur
Kl. 16:00 – 18:00 Göngufótbolti Skallagrímsvöllur
Kl. 16.00 – 18:30 Frjálsar Skallagrímsvöllur
Kl. 20:00 – 23:00 Matur/skemmtiatriði/dans Hjálmaklettur
SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST
Kl. 08:00 – 14:00 Upplýsingamiðstöð opin Hjálmakletttur
Kl. 09:00 – 11:30 Pútt Golfvöllurinn á Hamri
Kl. 09:00 – 13:00 Skák Hjálmaklettur
Kl. 09:30 – 13.00 Fjallahlaup & hjólreiðar (opið) Fiskilækur að Hreppslaug
Kl. 10:00 – 11:00 Söguganga Skallagrímsgarður
Kl. 10:00 – 12:00 Hestaíþróttir Vindás
Kl. 13:00 – 14:00 Stígvélakast Skallagrímsvöllur
Kl. 14:00 Mótsslit Skallagrímsvöllur
Deildu þessari frétt