8 gullverðlaun í sundi

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Björg Hólmfríður Kristófersdóttir úr Borgarnesi, vann til átta gullverðlauna í sundkeppni Landsmóts UMFÍ 50+ á Blönduósi sem haldið var um síðustu helgi. Björg keppir undir merkjum Ungmennasambands Borgarfjarðar og er þetta í fjórða skipti sem hún tekur þátt í þessum mótum.

,,Ég var góð að synda sem ung stelpa í sveitinni en hef alltaf reynt að halda mér í formi. Ég bý líka að því að vera alin upp við sundlaug en ég var orðin sundlaugavörður 14 ára gömul á Varmalandi í Borgarfirði. Það er gott heilsunar vegna að synda eða hreyfa sig og ég reyni að synda eins oft og ég get í Borgarnesi. Ég er staðráðin í því að taka þátt í næsta móti á Ísafirði,“ sagði Björg Hólfríður Kristófersdóttir.

Á myndinni má sjá Björgu ásamt Kára Geirlaugssyni frá Akranesi sem einnig vann 8 gullverðlaun í sundkeppninni.

Deildu þessari frétt