Unglingalandsmót 1.-4. ágúst

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Nú styttist í unglingalandsmót sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 1.- 4. ágúst.  Eins og venjulega stefnum við í UMSB á að fara með góðan hóp keppenda á mótið og af því tilefni verður kynningarfundur um unglingalandsmótið og okkar aðkomu að mótinu á mánudagskvöldið 21.júlí kl. 18 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar förum við aðeins yfir mótið sjálft, skráninguna, tjaldstæðamál, fararstjórn og fleiri atriði sem er gott að vita.

Á sama tíma verður hægt að máta og panta nýjan utanyfirgalla fyrir UMSB og öll aðildarfélögin. Þetta er síðasti séns til að panta galla sem verður þá tilbúinn fyrir unglingalandsmótið og við hvetjum alla til að koma og skoða þetta því það er gaman að hafa sem flesta keppendur og aðstandendur sem koma frá okkur í eins göllum. Þessir gallar eru á mjög góðu verði, en t.d. er hægt að fá peysu frá 4.000,- kr. og heilan galla frá 7.500,- kr. 

Fyrir þá sem ekki komast á fundinn en hafa samt áhuga á að koma á mótið eða kynna sér málið frekar þá eru hérna nokkur atriði:

Muna að skrá sig á www.umfi.is og greiða þar þáttökugjaldið sem er kr. 6.000,- á keppenda og er allt innifalið í því fyrir alla fjölskylduna, tjaldstæði, keppnisgjöld, kvöldvökur og önnur afþreying á svæðinu.

Við verðum með tjaldbúðir á svæðinu þar sem við verðum öll saman á afmörkuðu svæði með stórt samkomutjald sem er opið fyrir okkar fólk og þar er hefð fyrir því að fá sér kaffi og kakó og fara yfir stöðuna saman.

Við verðum með fararstjóra sem heldur utan um hópinn á svæðinu og aðstoðar ef upp koma einhver vandamál.

Fyrir allar upplýsingar þá er velkomið að hafa samband við Pálma í síma 869-7092 eða Siggu í síma 892-3468

Deildu þessari frétt