Fræðslukvöld um ferðamennsku


Miðvikudagskvöldið 15. apríl kl 20.00 verður fræðslukvöld um ferðamennsku. Komið verður inná undirbúning, klæðnað, skóbúnað, rötun og gps og einnig verður komið inná vetrarferðamennsku. Fræðslukvöldið verður haldið í fundarsal á 2.hæð á Hvanneyrargötu 3 (þar sem Vesturlandsskógar, Búnaðarsamtökin og fleiri eru til húsa). Kaffigjald 500 kr. Umsjón Þór Þorsteinsson, Sigurjón Einarsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.