Ánægjulegt samstarf UMSB og KPMG

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar og KPMG hafa átt gott samstarf um bókhaldsþjónustu undan farin ár. Um daginn var samningur endurnýjaður á milli þessara aðila. KPMG verður nú einn aðalstyrktaraðili UMSB. KPMG mun styrkja UMSB og aðildarfélög þess árlega til að UMSB og aðildarfélög geti fengið aðstoð og ráðgjöf tengda bókhaldi og við gerð ársreikninga. UMSB mun sjá um að útdeila fjármunum til aðildarfélaga sinna sem nýtir verða í bókhaldsþjónustu. Aðildarfélögin munu geta valið sér aðila til að sjá um sitt bókald með þessum styrk. UMSB þakkar KPMG sérstaklega fyrir framlagið, framlag sem þetta er mjög mikilvægt fyrir alla starfsemi UMSB og aðildarfélög þess.

 

 Haraldur Örn Reynisson KPMG og María Júlía Jónsdóttir fráfarandi sambandsstjóri UMSB skrifuðu undir samninginn.

Deildu þessari frétt