Bjarni Fritz hefur verið fenginn til þess að vera með fyrirlestur og verkefni fyrir iðkendur félaga og deilda innan UMSB á netinu. Fyrirlesturinn og verkefnin honum tengdum verða aðgengileg á Sportabler. Bjarni fjallar meðal annars um mikilvægi markmiðasetningar í íþróttum og fjölmarga aðra þætti. Verkefnið er styrkt af áheitasöfnun sem Aldís Arna Tryggvadóttir stóð fyrir á síðasta ári með Dance Aerobics.
Foreldrar eru hvattir til að horfa á fyrirlesturinn með börnum sínum og leysa það verkefni sem lagt er fyrir.
Deildu þessari frétt