Bjarni Fritz með góðan fyrirlestur fyrir iðkendur félaga innan UMSB.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Bjarni Fritz hefur verið fenginn til þess að vera með fyrirlestur og verkefni fyrir iðkendur félaga og deilda innan UMSB á netinu. Fyrirlesturinn og verkefnin honum tengdum verða aðgengileg á Sportabler. Bjarni fjallar meðal annars um mikilvægi markmiðasetningar í íþróttum og fjölmarga aðra þætti. Verkefnið er styrkt af áheitasöfnun sem Aldís Arna Tryggvadóttir stóð fyrir á síðasta ári með Dance Aerobics.

Foreldrar eru hvattir til að horfa á fyrirlesturinn með börnum sínum og leysa það verkefni sem lagt er fyrir.

Deildu þessari frétt