Dagana 28. – 30. apríl s.l. var Öldungamót BLÍ haldið á Akureyri, en þemað þetta árið var Verbúðarárin.
12 konur úr blakliði Hvanna fóru með tvö lið og 7 karlar úr liði Njóla fóru með eitt lið.
Hvannir og Njólar eru innan Umf. Íslendings og voru félagi sínu til mikils sóma. Tvö lið náðu á pall í sinni deild, Hvannir A, og með gull í hönd skundar liðið í næstu deild fyrir ofan á mótið að ári sem verður haldið þá í Mosfellsbæ og Hvannir B enduðu í 3. sæti í sinni deild og halda sif þar að ári auk þess sem Njólarnir halda sér í sinni deild. Það verður gaman að fylgjast með liðunum á næsta ári.
Deildu þessari frétt