Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna byrjendur

Ungmennasamband Borgarfjarðar Sund, UMSB

Boðið verður upp á 8 vikna skriðsundsnámskeið í sundlauginni í Borgarnesi og hefst það fimmtudaginn 7. september nk. 

Kennt verður á fimmtudögum milli 18:00 og 18:45 í alls 8 skipti. 

Námskeiðið er fyrir fullorðna byrjendur sem vilja öðlast grunnfærni í skriðsundi til að geta nýtt sér sund sem almenna heilsueflingu. Áhersla verður á rétta tækni, öndun, líkamslegu og samhæfingu. 

Þjálfari er Arnheiður Hjörleifsdóttir. 

Verð: 16.000

Skráning í gegnum Sportabler 

Nánari upplýsingar veittar í tölvupósti: skallasund@gmail.com

https://www.sportabler.com/shop/skallagrimur/sund

Deildu þessari frétt