Þrjú ungmenni úr Borgarbyggð, þau Ernir Daði, Hrafnhildur Ósk og Marta Lukka, sóttu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði – Að jörðu skalt þú aftur verða sem fram fór í september.
Framkvæmdastjóri UMSB hafði samband við þríeykið eftir þingið og voru þau öll sammála um að þetta hefði verið ótrúlega skemmtilegt og ætla öll að fara aftur á næsta ári. Þau settu saman smá frétt um sína upplifun og við gefum þeim orðið:
„Ráðstefnan Ungt Fólk og Lýðræði fór fram dagana 22. -24. september síðastliðinn á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar var „að jörðu skaltu aftur verða“ sem vísar til umhverfis- og loftlagsmála. Ungmennaráð Borgarbyggðar lét sig ekki vanta á þennan viðburð og skemmtu sér konunglega á ráðstefnunni. Ernir Daði Arnberg Sigurðsson segir: „Þetta var geggjað gaman og ofboðslega lærdómsrík helgi, það var mjög mikil stemning í hópnum og allir náðu vel saman, toppurinn var samt klárlega sundlaugarpartýið sem var á laugardeginum, það var geggjað,,
Marta Lukka tekur undir þetta: ,,Þetta var bara mjög fróðlegt og maður lærði mjög mikið, þessi upplifun var bara geðveikt skemmtileg.“
Hrafnhildur Ósk er heldur betur sammála þeim og segir: ,,Mér fannst mjög skemmtilegt og fannst gaman að kynnast svona mikið af nýju fólki.“
Ungmennaráð Borgarbyggðar hlakkar til að fara á Ungt fólk og lýðheilsa á næsta ári og hvetja alla til þess að mæta.
Ungmennaráð Borgarbyggðar þakkar UMSB fyrir stuðninginn og láta þessa ferð verða að veruleika.“*
UMSB þakkar ykkur fyrir sömuleiðis og við hlökkum til að fylgjast með ykkur halda áfram að láta til ykkar taka í félagsmálum.
*UMSB greiðir þátttökugjöld þátttakenda frá sambandssvæðinu og vill með því stuðla að því að því að ungt fólk láti sig málin varða og mæti á þá viðburði sem í boði eru og hafi þannig bein áhrif á starfið sem þar fer fram.
Deildu þessari frétt