Allt sem þú þarft að vita um unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennasamband Borgarfjarðar Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar, UMSB

Hver er þín grein?

Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til miðnættis mánudaginn 31. júlí.
 

Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið verður afar fjölbreytt og skemmtilegt, 18 íþróttagreinar í boði og gríðarlegur fjöldi af kynningum á mörgu skemmtilegu sem ekki þarf að skrá sig í.

Mikilvægt er að þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ skrái sig í greinar mótsins eftir að búið er að greiða þátttökugjald.

Nú er stutt í að landsmótseldurinn verði tendraður. Athugið að opið er fyrir skráningu greina mótsins til miðnættis mánudagsins 31. júlí.

Í hverju ætlar þú að taka þátt?

Allar upplýsingar um mótið á www.umfi.is

Skemmtun alla daga

Heimsmeistari í Freestyle Football verður með vinnubúðir.  

Unglingalandsmót UMFÍ hefst fimmtudaginn 3. ágúst og stendur fram á kvöld sunnudaginn 6. ágúst. Heilmikið verður um að vera alla helgina. Hægt verður að læra Football Freestyle undir handleiðslu Andrew Henderson, sem er margfaldur heimsmeistari í greininni, spila blindrabolta, sem er fótbolti þar sem þátttakendur eru með bundið fyrir augun, gera sandkastala, spilað badminton með LED-ljósum í flugunni, skotið af boga, fengið kennslu í borðtennis, horft á BMX Brós sýna listir sínar, yngri systkini geta keppt í frjálsum, fótbolta og margt fleira.

Allt um skemmtunina og afþreyinguna

Stjörnurnar spila á hverju kvöldi

Tónleikar verða á hverju kvöldi á Unglingalandsmótinu. 
 

Alla verslunarmannahelgina verða tónleikar í risastóru samkomutjaldi á mótssvæðinu. Tónleikarnir byrja strax á fimmtudagskvöldinu með DJ Heisa, sem hefur verið að gera það gott. Kvöldið eftir stígur skagfirska stuðbandið Danssveit Dósa á stokk og skrúfar gleðina í botn. Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti ásamt Valdísi Valbjörnsdóttur kom svo fram á flottum tónleikum á laugardagskvöldinu.

Unglingalandsmóti UMFÍ lýkur svo á sunnudagskvöldinu með brekkusöng. Þar koma fram Magni Ásgeirsson, Jón Arnór og Baldur og Guðrún Árný.

Allar upplýsingar um skemmtunina hér

Tjaldstæði fyrir alla

Miði á Unglingalandsmót UMFÍ gildir í sund, tjaldstæði og alla afþreyingu. 
 

Þátttökugjald á Unglingalandsmóti UMFÍ kostar aðeins 8.900 krónur. Innifalið í verðinu er tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna. Aðeins þarf að greiða aukalega fyrir rafmagn, sem er 5.000 krónur fyrir alla helgina.

Tjaldsvæðið er á Nöfunum fyrir ofan íþróttasvæðið á Sauðárkróki og því í göngufæri við næstum því allt mótssvæðið. Svæðið er sérstaklega útbúið fyrir gesti mótsins. Þar eru salerni, snyrting, aðgangur að vatni og hleðslustöðvar sem sveitarfélagið setur upp í samstarfi við HS Orku.

Við minnum mótsgesti sem þurfa aðgang að rafmagni að vera með breyti- og millistykki til að tengjast rafmagninu. Tjaldbúðareglur gilda á tjaldsvæðinu og mun björgunarsveitarfólk standa vaktina allan sólarhringinn til að tryggja öryggi tjaldbúðagesta.

Allar upplýsingar um mótið hér

Deildu þessari frétt