Ársskýrslur UMSB og aðildarfélaga – leiðbeiningar

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Þær breytingar hafa orðið að nú eru ársskýrslur aðildarfélaga birtar sér en ekki sem hluti af ársskýrslu UMSB hverju sinni.

Þessi breyting verður vonandi til bóta þar sem auðveldara er að fylgjast með hverju og einu aðildarfélagi og þannig fá betri innsýn í  starfsemi þeirra.

Ég ákvað að búa til smá leiðbeiningar um hvernig má nálgast allar skýrslur og skjöl hér á heimasíðunni. En endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst, bjarney@umsb.is.

 

  1. Til að nálgast bæði ársskýrslur UMSB og aðildarfélaga er fyrst farið með bendilinn þar sem stendur UMSB og tvær örvar niður:

 

 

 

2.  Þá er farið með bendilinn yfir Skjöl og þá birtist aftur felligluggi niður og þar er hægt að nálgast öll skjöl er tengjast UMSB:

 

 

3. Ef Ársskýrslur aðildarfélaga er valið þá birtist þessi gluggi hægra megin og ef smellt er á örina kemur aftur felligluggi niður þar sem hægt er að velja það aðildarfélag er við á.

 

 

Deildu þessari frétt