Be active vikan 2023

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Ýmislegt verður í boði í tilefni íþróttavikunnar, má þar til dæmis nefna kennslu í frisbígolfi, fræðslu um fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og kennsla í íþróttateipingum, fyrirlestur um sarcopenia, sem er aldurstengd vöðvarýrnun. Nánari upplýsingar um þessa viðburði verða sendar út sérstaklega.

Auk þess viljum við vekja athygli á því sem nú þegar er í boði, svo sem frí leiðsögn í tækjasal, vatnsleikfimi, gigtarleikfimi, stólajóga, spinning, gönguhópur og fleira.

Hér fyrir neðan eru nokkrar síður þar sem hægt er að fræðast nánar um verkefnið og fylgjast með því sem er í boði bæði á sambandssvæði UMSB og á landsvísu.

Facebook síða UMSB þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar um það sem verður í boði í hreyfivikunni á sambandssvæði UMSB

#Beactive | Heim

Facebook síða Be active Iceland

 

Deildu þessari frétt