Be active vikan yfirstaðin

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Be active er íþróttavika Evrópu og er haldin árlega í vikunni 23. – 30. september.

Margir áhugaverðir og skemmtilegir viðburðir voru í boði má þar nefna kennslu í frisbígolfi, eða folfi, þar sem kennarar frá Frisbígolffélagi Reykjavíkur komu og kenndu áhugasömum réttu handtökin. Kennsla fór fram bæði í Borgarnesi og á Hvanneyri og var þátttakan góð á báðum stöðum.

Hér má sjá Blæ Örn Ásgeirsson, sem er númer 1 hér á landi í folfi og eini atvinnumaður Íslands í íþróttinni, sýna rétta tækni. Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist með.

Engin lýsing til

Folf er frábær íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman.

 

Þegar búið var að fara yfir grunnatriðin var farið á hlaupabrautina og öll æfðu sig í forhönd, bakhönd og pútti.

 

Eftir að hafa lært rétta tækni var spilaður einn hringur.

 

Sjá mátti glæsileg tilþrif.

 

Ungur og efnilegur spilari hér á ferð.

 

Glæsilegur hópur sem mætti á Hvanneyri.

Þá var boðið upp á fræðslu um fyrstu viðbrögð við meiðslum og réttu handtökin í íþróttateipingum kennd og voru þátttakendur þar í öruggum og faglegum höndum Rakelar Daggar og Guðríðar Hlífar sjúkraþjálfara.

Það þarf alltaf einhver að taka það á sig að vera sýningargripur og Arnar stóð sig með mikilli prýði í því hlutverki.

Arnar Hafsteinsson var með fyrirlestur um Sarcopenia, eða aldurstengda vöðvarýrnun, á fimmtudeginum og var þar boðið upp á gripmælingu, sem getur gefið vísbendingu um hvort Sarcopenia sé byrjað að þróast. Virkilega áhugaverður og gagnlegur fyrirlestur.

Hér má sjá Björgu Hólmfríði spreyta sig og gaman að segja frá því að hún rúllaði upp prófinu og var langt yfir viðmiðunarmörkum fyrir sinn aldur.

Silja Úlfars, hlaupadrottning, endaði svo Be active vikuna fyrir okkur í ár eins og í fyrra. Virkilega góð mæting hjá yngri hópnum og nokkur sem voru að koma eftir að hafa mætt í fyrra. Og sögðu að þau væru sko alveg til í að gera þetta aftur!

Að öðru leyti var fólk hvatt til að nýta sér þau hreyfiúrræði sem nú þegar eru til staðar og vonandi voru einhver sem nýttu vikuna til að finna hreyfingu sem hentar þeim.

En virkilega skemmtileg vika að baki og við hlökkum til að taka þátt í þessu frábæra verkefni að ári.

Deildu þessari frétt