Dansnámskeið fyrir grunnskólakrakka

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Dansnámskeið verður aftur í boði í haust!

Nýtt! Nú gefst 1.og 2.bekk einnig tækifæri til þess að dansa.

Aldís Arna Tr., kennari frá Fusion Fitness Academy, sér um námskeiðið og kennir krökkum mismunandi dansstýla, takt og tjáningu. Dansað verður í stór salnum í kjallara Hjálmakletts á sunnudögum og skipt í 3 hópa eftir aldri:

7.-10. bekkur 11:15 – 12:15

1.-3. bekkur 12:15-13:00

4.-6. bekkur 13:05-13:50

Hægt verður því að nýta frístundastyrk Borgarbyggðar til að greiða fyrir námskeiðið. Opnað verður fyrir skráningu 31.8.2021 á UMSB | Vefverslun (sportabler.com) .

Námskeiðið byrjar 12. september og verður í 11 vikur. Í lokatímanum er danspartý og danssýning fyrir foreldra.

Í vor var námskeiðið frábærlega vel sótt. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir og lögð er áhersla á að nemendum líði vel og finni sig í dansinum.

Frekari upplýsingar veitir Aldís Arna, s. 869-1033 eða aldisarna@gmail.com

 

Deildu þessari frétt