Davíð Guðmundsson ráðinn í afleysingarstarf tómstundafulltrúa

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Davíð Guðmundsson hefur verið ráðinn í afleysingarstarf tómstundafulltrúa til eins árs. Davíð leysir Sigríði Dóru af en hún fór í fæðingarorlof um miðjan maí. Davíð útskrifast í júní með meistarapróf í kennslu- og heilsuþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Davíð þekkir vel til tómstunda og íþrótta innan Borgarbyggðar en hann hefur meðal annars keppt fyrir meistaraflokk Skallagríms í körfubolta í nokkur ár.  Við bjóðum Davíð velkominn til starfa.

 

Deildu þessari frétt