Fjölmargir frá UMSB á Unglingalandsmóti

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

UMSB sendi stóran hóp á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina. 61 var skráður til keppni fyrir UMSB. Óhætt er að segja að keppendur UMSB hafið staðið sig vel í hinum ýmsu greinum. Mikil samheldni var í hópnum og hvöttu keppendur hvert annað og voru til fyrirmyndar á öllum sviðum.  Fjölmenn grillveisla var haldin á laugadagskvöldinu þar sem keppendur, foreldrar, ömmur, afar og annað fylgdarfólk kom saman og átti góða stund saman.

Hefð er fyrir því að afhenda einum sambandsaðila UMFÍ Fyrirmyndarbikarinn  svokallaða fyrir framkomu sem er til fyrirmyndar í keppni og utan vallar. Meðal annars er horft til inngöngu keppnisliða og stuðningsfólks við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ, framkomu liðsfélaga og fylgdarliðs, allrar háttvísi og stemmingu fjölskyldna á tjaldsvæðinu. UMSB hlaut bikarinn að þessu sinni og erum við ákaflega stolt af fólkinu okkar. Mikil fagnaðarlæti brutust út á íþróttavellinum þegar formaður UMFÍ tilkynnti niðurstöðu matsnefndarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem UMSB fær þennan bikar á Unglingalandsmóti en þess má geta að árið 1961 fékk UMSB háttvísisverðlaun á Landsmóti UMFÍ að Laugum. Mikið og gott íþróttafólk er í UMSB sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður á Höfn í Hornafirði og vonandi munu enn fleiri sækja mótið fyrir hönd UMSB. Við eigum fullt erindi og það er ákaflega gaman að koma saman í leik og keppni. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.   

Deildu þessari frétt