Formannafundir UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Tvisvar á ári er haldinn formannafundir UMSB. Seinni formannafundurinn þetta árið var haldinn 5. október í aðstöðu Skotfélags Vesturlands. Góð mæting var á fundinn þar sem farið var yfir starf félaganna. Gaman er að heyra hversu fjölbreytt starfið er hjá þessum ólíku félögum.

Seinni hluti fundarins fór í gagnlegt námskeið frá KPMG varðandi hlutverk gjaldkera í stjórn félaga. Þökkum við Haraldi frá KPMG fyrir gott og gagnlegt námskeið.

Deildu þessari frétt