Fréttir af yngriflokkum körfuboltans

Körfubolti Körfubolti, UMSB

Núna um helgina var fyrsta mót vetrarins hjá 5 flokk, en í 5 flokk keppa krakkarnir í fyrsta skipti á íslandsmóti en þá er byrjað að telja stig og villur og því aðeins meiri alvara komin í leikinn.  

Stelpurnar tóku ferðalag í Grindavík og spiluðu þar 4 leiki yfir helgina. Stelpurnar voru frábærar varnalega og unnu alla sína leiki sannfærandi og enduðu efstar í sínum riðli og spila því í B-riðli á næsta móti.

Strákarnir gerðu einnig gott mót en þeir unnu 3 leiki af 4, strákarnir voru líkt og stelpurnar flottir varnarlega og fljótir upp völlinn í sókn og náðu því oft að skora áður en vörn andstæðingana var tilbúin.  

Mikilvægast af öllu var að leikgleðin var í fyrirrúmi hjá krökkunum og öll fóru þau glöð heim eftir góð mót 🙂  

  

Einnig voru 2 heimaleikir um helgina hjá 9 og 10 flokk kk.  

10 flokkur byrjaði á laugardeginum að taka á móti toppliði Stjörnunar. Stjörnumenn byrjuðu sterkt en staðan eftir 1 leikhluta var 14:31 en stjarnan hitti úr 6 þriggja stiga skotum í 1 leikhuta. Okkar menn náðu heldur betur að saxa á forskotið í 2 leikhluta og staðan í hálfleik 43:46. Skallagrímsmenn gáfu svo enþá meira í og voru yfir eftir 3 leikhluta 69:67. Stjörnumenn byrjuðu 4 leikhlutan sterkt og náðu að halda okkar mönnum rétt fyrir aftan sig allan 4 leikhlutan og var lokastaðan 90:102. Frábær leikur hjá okkar drengjum og eiga þeir greinilega fullt erindi í að keppa upp efsta sæti deildarinnar. 

9 flokkur fékk svo Keflavík í heimsókn á Sunnudaginn. Okkar drengir byrjuðu leikinn betur og var staðan eftir 1 leikhluta 15:10. Keflvíkingar áttu hinsvegar frábæran 2 leikhluta og byggðu upp 23:43 forskot sem þeir héldu út allan leikinn sem endaði í 45:79 tapi.  

 

Alltaf gaman þegar nóg er um að vera í körfunni og frábært að sjá krakkana standa sig vel og vaxa og dafna innan sem utan vallar.  

Áfram Skallagrímur  

Liðið mitt – Stoltið mitt 

Deildu þessari frétt