Ganga á Eiríksjökul með göngunefnd UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Laugardaginn 13.júní ætlar göngunefnd UMSB að standa fyrir gönguferð á Eiríksjökul undir leiðsögn Stefáns Kalmannssonar.

Vegalengd: 20 km, Gangan tekur 7-8 klst og akstur um 2 klst hvora leið (frá Húsafelli).

Erfiðleikastig: 4 skór

Útbúnaður: Nesti, hlý föt, góðir gönguskór og legghlífar.

Keyrt á jeppum frá Þjónustumiðstöðinni Húsafelli kl 5.00. Gangan sjálf hefst um kl 7.00 Skráning fer fram hjá UMSB í síma 437-1411 eða á netfangið umsb@umsb.is 

Síðasti dagur skráningar er 10. júní en takmarkaður fjöldi kemst í ferðina, fyrstir koma, fyrstir fá.

Áætlað verð 5-8 þúsund. 

Deildu þessari frétt