Góður formannafundur í Þinghamri 31. október

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Formannafundur UMSB var haldinn fimmtudaginn 31. október í Þinghamri. Formannafundir eru haldnir tvisvar á ári hjá UMSB. Annar að vori og hinn að hausti. Starf innan félaga UMSB er afar fjölbreytt, hvort tveggja afreksstarfið og almenna félagsstarfið. Á fundinum í október var farið yfir það margþætta starf sem UMSB hefur staðið fyrir að undanförnu. Fyrir liggur einnig að stór verkefni eru á döfinni á næstu árum hjá UMSB og ber fyrst að nefna Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið í Borgarnesi 19. – 21. júní sumarið 2020. Unglingalandsmót UMFÍ verður svo haldið í Borgarnesi árið 2022. Vinna er nú þegar hafin við undirbúning á Landsmóti UMFÍ 50+ en vinna við Unglingalandsmót hefst á næsta ári fyrir alvöru. Aðal umræða fundarins var yfirverð niðurstaðna formannafundar sem haldinn var í vor. Þar var farið í hópavinnu með formönnum þar sem þeir svöruðu nokkrum spurningum varðandi styrkleika, veikleika og stöðu íþróttahreyfingarinnar hjá félaginu. Það var gagnlegt og gaman að fara í þá vinnu og kortleggja hvað er gott nú þegar í starfseminni okkar og hvar megi gera betur. Einnig komu fram fjölmörg tækifæri sem við viljum nýta okkur betur og eru rafíþróttir þar ofarlega á blaði. Við viljum koma rafíþróttum á laggirnar innan UMSB og óskum því eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að því spennandi verkefni með okkur.

Deildu þessari frétt