Hallbera kemur inn í stjórn UMFÍ og Hrönn hættir.

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Sambandsþing UMFÍ lauk sunnudaginn 13. október.

Fjölmörg mál voru þar samþykkt. Stæðsta málið var án efa innganga þriggja Íþróttabandalaga. Þau íþróttabandalög sem hafa staðfest umsókn sína eru Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalag Akraness (ÍA). 

  • Þegar íþróttabandalög bætast við UMFÍ fá þau stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþróttahéruð landsins.
  • Hvert og eitt bandalag þarf að sækja um inngöngu og geta þau sem ekki vilja gera það staðið utan UMFÍ.
  • Félög UMFÍ með beina aðild munu áfram halda aðild sinni að UMFÍ en í gegnum íþróttabandalög á sama hátt og flest aðildarfélög UMFÍ í dag. Í þeim tilvikum þar sem íþróttabandalag hefur ekki sótt um aðild verður staða félags með beina aðild óbreytt.
  • Með tillögum vinnuhóps um aðild hafa hagsmunir núverandi sambandsaðila varðandi lottó og fjölda þingfulltrúa verið tryggðir.

Í lok þings var kosin ný stjórn UMFÍ. Breytingar verða á fulltrúa UMSB í stjórn þar sem Hrönn Jónsdóttir hefur ákveðið að hætta í stjórn.  Hallbera Eiríksdóttir var í framboði til stjórnar sem fulltrúi UMSB. Hún var kosin í varastjórn. Mikilvægt er fyrir UMSB að vera með fulltrúa í stjórn samtaka eins og UMFÍ. Því var ánægjulegt þegar Hallbera gaf kost á sér. Um leið og UMSB þakkar Hrönn fyrir mjög góð störf bjóðum við Hallberu velkomna.

 

Hrönn sæmd Gullmerki UMFÍ

Hrönn Jónsdóttir, hefur verið ritari UMFÍ undafarin ár og hefur setið í stjórn UMFÍ síðastliðin sex ár. Hún var fyrst meðstjórnandi 2013-2015 og tók svo við ritarastöðu stjórnar 2015-2019.

Hún var framkvæmdastjóri UMSB um tíma.

Hrönn er úr Lundarreykjadal í Borgarfirði og ólst þar upp í ungmennafélagsumhverfi, starfaði þar í sínu félagi. Nú er Hrönn flutt á Suðurland og býr þar með fjölskyldu á bænum Háholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 

Fleiri fréttir af þinginu má finna hér https://www.umfi.is/

 

 

 

Deildu þessari frétt