Síðasta Lýðheilsugangan gengin í gær

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Alla miðvikudaga í september hefur UMSB boðið uppá Lýðheilsugöngur vítt og breitt um sambandssvæði UMSB.  

 

4. september var gengið um skóræktina í Reykholti og um Reykholtsstað.

11. september var gengið upp á Hestfjall

18. september var gengið upp með hluta Grímsár í Lundareykjadal

25. september var gengið upp að steini á Hafnarfjalli var það síðasta gangan í ár.

Gaman er að sjá að margir nýttu tækifærið til að fara nýjar leiðir sem það hefur ekki farið áður. Í göngunni í gær var einnig talað um að gaman væri að hitta fólk sem það hafði kannski ekki hitt oft áður og ganga með því. Þrátt fyrir mjög misjafnt veður hefur fólk ekki látið það á sig fá. Góður hópur hefur mætt í allar göngurnar og skemmt sér vel saman hvernig sem veðrið var.  

Ganga um skóræktina í Reykholti

 

 

 

Ganga upp á Hestfjall

 

Ganga upp með Grímsá

 

 

 

Ganga upp á Hafnarfjall

 

 

Deildu þessari frétt